| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Bygging sú er best af öllum

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.67 og 121
Flokkur:Spássíuvísur


Tildrög

Vísan er trúlega um veitingu Jóns biskups Arasonar á prestakalli til einhvers Tumasar og hefur skáldið talið þá veitingu ómaklega. Yelena Sesselja Helgadóttir nefnir í umfjöllun um vísuna nokkra Tómasa sem fengu prestsembætti í tíð Jóns Arasonar biskups en telur líklegast að átt sé við Tómas Eiríksson sem fékk Mælifell í Skagafirði árið 1530. Hann var tengdasonur Helgu fylgikonu Jóns biskups og mikill fylgismaður þeirra feðga, Jóns og sona hans. Sonur hans og Þóru, dóttur Helgu og séra Ólafs Daðasonar, var Ólafur Tómasson lögréttumaður sem orti kvæði mikið um Jón og syni hans og aftöku þeirra.

Skýringar

Spássíuvísa þessi er í Syrpu Gottskálks í Glaumbæ (Add 11242, bl. 66r) neðarlega á síðu sem að mestu er óskrifuð.
Bygging sú er best af öllum
sem biskup Jón lét Tumas þjóna,
þá vendu þeir hinu væna smíði
víst í ljóra á Jesú kóra.
Sigldum vér og sáum þó aldrei
soddan gang þá kirkju að fanga,
reikna eg þann ríki herra
ráðin hefði fyrir þá báða.