| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Hvað er í heimi verra

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.60 og 100–101
Flokkur:Spássíuvísur


Um heimild

Vísan er varðveitt í Króksfjarðarbók Sturlungu (AM 122 a fol, bl. 94v – skrifuð í hægra dálki síðu sem upphaflega var auður).


Tildrög

Skýringar

Talið er að vísan sé frá því um 1500 (sjá inngang í: Sturlunga saga. Manuscript no. 122 A fol. in the Arnamagnæan Collection. Útg. Jakob Benediktsson. 1958. Bls. 13). Vísan er torlesin og hefur Kristian Kålund lesið þar sumt öðruvísi en hér er gert (sjá inngang Kålunds í: Sturlunga saga: efter membranen Króksfjarðarbók, udfyldt efter Reykjarfjarðarbók. Udgiven af Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1906–1911. Bd. I, bls. V.
Hvað er í heimi verra
en hyggju sótt á nóttum?
Vex af vondri hugsan
vesöl lund og sorg stundum.
Mér hefir mikla stúru
margt selt angur um hjarta,
má oss af ánauð þessi
erfitt nema frá hverfi.