| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Sértu af Guði gædd og vís

Bls.IV. deild, bls. 116


Tildrög

Þegar Solveig, dóttir Gunnars Gíslasonar klausturhaldara á Reynistað og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, Jónssonar biskups var skírð hélt Solveig abbadís henni undir skírn og gaf nafn sitt. Kvað hún þá til hennar þessa vísu.

Skýringar

Espólín segir frá atburði þessum í Árbókum sínum (sjá Íslands árbækur í sögu formi, IV. deild, bls. 116) en fer þar rangt með föðurnafn Solveigar abbadísar og segir hana Brandsdóttur.
Sértu af Guði gædd og vís,
hann gerir þig nógu ríka,
sú hin unga abbadís
allvel skal mér líka.