| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Týnd er æra töpuð sál

Bls.178


Um heimild

Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd (f. 1945) hefur vísuna einnig þannig úr munnlegri geymd.


Tildrög

Vísan er sögð hafa fundist í Beinakerlingunni á Kaldadal eftir að þingað hafði verið í svonefndu Sunnefumáli á Alþingi 1758. Var það þannig vaxið að sýslumaðurinn í Múlaþingi, Hans Wíum, hafði í haldi stúlku úr Geitavík í Borgarfirði eystri, Sunnefu að nafni, sem ákærð var fyrir blóðskömm með Jóni bróður sínum. Sunnefa átti síðan annað barn sem hún í fyrstu kenndi einnig bróður sínum en breytti síðar framburði sínum og kenndi Wíum sýslumanni og var henni dæmdur eiður í málinu. Hún lést hins vegar á heimili sýslumanns árið   MEIRA ↲

Skýringar

Vísan er til í að minnsta kosti tveim gerðum. Hér er hún birt eftir þjóðsögu sem Einar Hjörleifsson Kvaran skráði fyrir Jón Árnason. Gísli Konráðsson hefur hana örlítið öðruvísi: Týnd er æra, töpuð er sál, / tunglið veður í skýjum. / Sunnefunnar sýpur skál / sýslumaðurinn Wíum.
Týnd er æra, töpuð sál,
tunglið veður í skýjum.
Sunnefunnar sýpur skál
sýslumaður Wíum.