| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Far vel Hólar fyrr og síð

Bls.183
Tímasetning:1726


Tildrög

Vísuna Er Jón sagður hafa kveðið á leið fram Hjaltadal til Eyjafjarðar haustið 1726. Í Vísnakveri Páls lögmanns Vídalíns er þess getið innan sviga að sumir eigni vísuna Jóni Steinssyni.

Skýringar

Vísan er líka í Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar, bls. 118, og segir þar einnnig að vísu þessa hafi Jón Pálsson kveðið er hann reið fram Hjaltadal á leið norður í Eyjafjörð til að auglýsa skipunarbréf sitt fyrir Vaðlasýslu. Á bakaleiðinni varð hann úti á Hjaltadalsheiði við þriðja mann.
Far vel Hólar fyrr og síð,
far vel sprund og halur.
far vel Rafta- fögur hlíð,
far vel Hjaltadalur.