| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
Hugleiðingar
rímaðar á gamlárskvöld 1935*

Þetta árið margir muna,
mjöll og bárur ollu grandi,
flakir í sárum fólk af bruna,
falla tárin óstöðvandi.

Blessaðu árin — bið ég hljóður —
bægðu fári elds og hranna,
þerraðu tárin, Guð minn góður,
græddu sárin þjáðra manna.

— — —

*Hinn 14. desember 1935 gerði fárviðri, sem olli víða mannskaða og eignatjóni. Alls fórust 25 menn. Fé fennti víða og hrakti í sjó og vötn.
Þrír sveitabæir brunnu til kaldra kola og eitt hús á Siglufirði. Á Sauðárkróki fórust tveir bátar með alls sjö mönnum, og auk þess varð úti bóndi á Reykjaströnd.