| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Það er að gera þokuspýju

Flokkur:Ferðavísur


Um heimild

Halldór Hafstað í Vík (Dýjabekk) og Jón Eiríksson á Fagranesi.


Tildrög

Eitt sinn voru þeir Ísleifur Gíslason og Jónas Kristjánsson læknir á ferð á bíl norður yfir Holtavörðuheiði og ók Jónas. Þegar þeir voru komnir upp undir háheiðina fór að þykkna í lofti og hvessa og í tilefni af því kvað Ísleifur vísu þessa.

Skýringar

Skrásetjari, Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, skráði vísuna eftir þeim Halldóri Hafstað í Vík (Dýjabekk) og Jóni Eiríkssyni á Fagranesi.
Það er að gera þokuspýju
þrútna fer um land og haf.
Þrisvar sinnum þrír eru níu,
það fer að halla norður af.