| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hart leikur Gunnar Hólastól

Bls.9.3.1962, bls. 3
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Veturinn 1961–1962 var Gunnar Bjarnason skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal.  Gekk rekstur skólans illa og endaði með því að Gunnar varð að segja af sér skólastjórninni þá um vorið enda höfðu orðið mikil blaðaskrif um skólahaldið og heyleysi búsins. Þá höfðu nokkrir nemendur sagt sig úr skóla fyrir jól vegna óánægju. Er vísa Rósbergs kveðin í kjölfar þessara atburða.
Hart leikur Gunnar Hólastól,
höfuðból feðra vorra:
Nemendur féllu fyrir jól,
fénaðurinn á þorra.