| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Hani krummi hundur svín

Flokkur:Minnisvísur


Tildrög

Jóni Bergmann, syni Steins biskups Jónssonar, er hér eignuð þessi þekkta vísa en það faðerni er reyndar nokkuð óvíst.  Vísan kemur fyrst fyrir á miða með hendi Grunnavíkur-Jóns í handritinu AM 1028 4to og er fyrirsögnin þar Inc(erti) auct(oris), þ.e.a.s. Höfundur óþekktur. Séra Gunnar Pálsson birti vísuna í lestrarkveri sínu, Lítið ungt stöfunarbarn sem út kom 1782. Fyrir aftan vísuna stendur: „Eg hygg Jóns Steinssonar biskups, en veit þó ei víst.“ (Frekari umfjöllun um höfund má sjá í grein Kristjáns Eiríkssonar. „Hani, krummi, hundur, svín“. 38 vöplur bakaðar og bornar fram Guðrúnu Ingólfsdóttur fimmtugri 1. maí 2009. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen. Reykjavík 2009. Bls.  56–58).
Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur,
galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.