| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Snemma á degi mjög var morgnt

Bls.22

Skýringar

Sjá Digtn., 385; Menn og m. IV., 520
Staðarhóls-Páll þótti nokkuð margbreytinn í háttum, sérlundaður, stífsinna og stórgeðja, en skáldmæltur vel. Sagt er að hann færi frá Staðarhóli til aðdrátta út í Bjarneyjar á nýjum báti. Sumir segja, að óvinur hans hefði samflot við hann og komið hafi til kappsiglingar milli þeirra. Var þetta á heimleið. Stefndi Páll beint á sker, er beita þurfti fyrir, og varaði einn háseta hans hann við. Páli þótti krókur að sigla fyrir skerið og kvað vísuna.
Aðrir hafa vísuna þannig:
Ýtar sigla austur um sjó
öldujórnum káta.
Skipið er nýtt en skerið hró
skal því undan láta. 
Snemma á degi, mjög var morgnt,
mengið svaraði káta:
skipið er nýtt, en skerið fornt,
skal því undan láta.