| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eins og forinn feitur

Heimild:AM 437 fol
Bls.30
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Í handritinu, AM 437 fol,  er eftirfarandi frásögn skrifara, Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, um tilurð vísunnar. Er sú frásögn hér sett orðrétt og stafrétt: 
 
„Menn segia einnig, at hann [Síra Arngrímur Jónsson lærði] hafi verit þóttaligr í fasi og frammgaungu, og státat sig nockut: Þvi bar so vid, at einu sinni á alþingi, þá Sira Arngrijmr var að gánga um gólf edur at spatziera fyrir sig alleina þar fyrir nedan á lögréttueyrinni, en Sira Hallgrijmr (skáld) Petursson lá þar fyrir ofan uppi i hallinum, og var at tala þar vid ymsa menn og gamna sier við smá dreingi og leit Sira Arngrím ganga nidri á Eyrinni fyrir sig alleina, skyldi hann kvedid hafa stöku þessa:“

Skýringar

Vísan er varðveitt í einum 15 handritum og er AM 437 folio elst þeirra, skrifað af Jóni Ólafssyni í Grunnavík, sem alinn var upp í Víðidalstungu hjá dóttursyni Arngríms lærða, Páli Vídalín.

Helstu lesbrigði úr öðrum handritum eru:

1. Eins og] So sem 852.
2. mögru] ödru 770, 83, 82, 271.
6. prjáls] briáls 770, 83, 82, 472.
7. reigir hann sig og] rembiligr 770, 83, 82, 271. reigir hann] rembir 472.
9. sporunum] sporum med 770, 83, 82, 271, 472.
10. spardar] + af 472, 770, 83, 82, 271, 472.

 
Eins og forinn feitur
fénu mögru hjá,
stendur strembileitur
stórri þúfu á;
þegir, og þykist frjáls ,
(þetta kennir prjáls,)
reigir hann sig og réttir upp
rófuna til hálfs;
sprettir úr sporunum státi
og sparðar gravitáte.