| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Hér eru tíðir heimslystar

Bls.9


Tildrög

Í Sögu frá Skagfirðingum er sagt frá brúðkaupi Magnúsar Stephensen og Guðrúnar dóttur Vigfúsar Schevings sem haldið var á Víðivöllum í Skagafirði haustið 1788. Var þar saman komið mikið fjölmenni og höfðingjar margir og segir svo orðrétt: „Þar var staddur með öðrum bóndi einn fátækur úr Hegranesi, er Eyjólfur hét Pétursson; Hann kvað þetta: [.  .  .] Gáfu honum margir fyrir þá vísu, og mörgum var þar snauðum mönnum mikið gefið. Reið Magnús lögmaður suður með konu sína og frændur hans hver til sinna heima.
Hér eru tíðir heimslystar,
hér er lýða mengi,
hér eru fríðir höfðingjar,
hér er prýði veraldar.