| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Forlög koma ofan að

Bls.131


Um heimild

Jón Þorkelsson gaf út

Skýringar

Vísan er úr Rímum af Perseus Jovinssyni eftir Guðmund Andrésson frá Bjargi í Miðfirði. Hún er 6. vísa 6. rímu, síðasta vísa mansöngs. Svo virðist sem Páll Vídalín hafi tekið hana til handargagns og vikið við orðalagi og tilfærir Jón Ólafsson úr Grunnavík hana sem hún sé eftir Pál í orðabók sinni undir orðinu 'lag', 'lög' og þannig er hún einnig birt í Vísnakveri Páls lögmanns Vídalíns. Kaupmannahöfn 1897, bls. 131. Hér er hún einnig skráð með vísum Páls þótt ljóst sé að hann hefur aðeins vikið til orðum í vísu Guðmundar en flestir munu kunna vísuna eins og hún er höfð eftir Páli.
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ýmsum stað
en ólög fæðast heima.