Þorbergur Björnsson smiður Miðhópi Hún. | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Þorbergur Björnsson smiður Miðhópi Hún. f. 1808

23 LAUSAVÍSUR
Smiður víða í Húnavatnsþingi. Bóndi á Auðunarstöðum, Miðhópi og Stóru-Borg. Erlendur á Mörk telur Þorberg frá Þingeyri góðan smiður og hagyrðingur og var samtíða foreldrum Erlendar þegar þau voru vinnuhjú á Kolugili. Erlendur Guðmundsson/Heima og heiman.
Í manntali 1850 er Þorbergur Björnsson ekkill, vinnumaður og smiður á Þingeyrum, 40 ára að aldri, fæddur vestur á Svarfhóli í Garpsdal en er titlaður bóndi á Auðunarstöðum 1845 en síðar smiður í Miðhópi og trésmiður á Stóruborg 1870. Trúlega er hér um sama mann að ræða en ruglast hafa þorpið Þingeyri við Dýrafjörð og jörðin Þingeyrar í Húnaþingi.

Þorbergur Björnsson smiður Miðhópi Hún. höfundur

Lausavísur
Árið sem hún Dimma dó
Bráðum dvínar brennivínið þunna
Egill kroppar kúk úr nös
En það er verst hvað þú ert montin Gunna
Eyjan spjalda fái frið
Ég er kominn senn í sæng
Forn í geði fáum kær
Frostið bítur fingurnar
Gleði nýja gafs að sjá
Hari gjaldurs hornboga
Held ég vel að hæfi skelin kjafti
Hülter má ei hafa sult
Hvíthötts þundur Þorbergur
Kemur Gunna björt á brá
Láttu bíða aað lasta hann
Niður setja má ég mig
Stjörnuláar stöðugt Gná
Styddu manninn stúlka mín
Verið þið mágar velkomnir
Vítt um svæði vergangi á
Ýmu gjóla á gleði sólarlagi
Þorbergur segir: Það er rétt
Þótti grána gamanið