Hví er þar skarð | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Hví er þar skarð

Fyrsta ljóðlína:Hví er þar skarð
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1885

Skýringar

Ljóðið er samið til minningar um Steindóru Bjarnadóttur, systur Björns Bjarnarsonar, en hún lést 23. janúar 1885.
Hví er þar skarð
í hóp systkina
er heilt ég hugði vera?
Nú sé'g átta
er níu váru;
hvað er orið af einu?

Sé'g á börum
blæju hjúpað
liggja lík andvana;
því fluttur er
til æðri heima,
systir, sæll þinn andi.

Já þú ert farin -
Ó, farðu vel!
Vér komum öll á eptir
að finna þig,
í frelstra hópi
gefi guð oss öllum.