SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
BændaglímanFyrsta ljóðlína:Glímuna man ég miklu enn
Höfundur:Grímur Thomsen
bls.50
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1896
Skýringar
Birtist í Fjallkonunni 28. október 1896.
Í Ljóðmælum segir um kvæðið: Frumritum skáldsins af þessu kvæði munar töluvert frá því sem prentað er í Fjallkonunni og er texti F. betri, enda hefir höfundurinn þar án efa gengið frá kvæðinu til fullnustu eins og hann vildi hafa það. Fjallkonunni er því fylgt hér að öllu, nema að á tveim stöðum er skipt um orð eftir eiginhandarritinu, af því að það sýnist fara betur. 1. Glímuna man ég miklu enn,– mörgum þótti’ að gaman, — er lærðir sína’ og leikir menn leiddu hesta saman. Bændur Páll og Glímu-Gestur, – Grímseyjar hinn fyrri prestur.
2. Miðaldra var mannavalMeðal hinna ungu, Ólafr síra’ úr Otradal og frá Kalmanstungu Árnasonur iljaslægur og einkanlega klofbragðsfrægur.
3. Harði Geir með hælkrókinn,hnykkinn skæða Bjarni, Sigurður efldi sveiflarinn, svima- hvergi -gjarni; feldi’ hann marga uns Ketils kraftur Keyrði loks á bak hann aftur.
4. Gestur felldi guma í strá,glíma trúi’ eg harðni, Árnasonur unninn lá, einnig Geir og Bjarni, en – um skólans Scheving heiður skalf af hræðslu bæði og reiður.
5. Uppi stóðu einir tveireftir bændur móðir, glímuskjálfta skulfu þeir, skatnar biðu hljóðir, — en — er saman tóku tökum titraði gólf af ilja blökum.
6. Gestur sótti glímu fast,gekk hann hart að Páli, en — fimt svo Páls er fótakast sem fjöðr af þunnu stáli; bragði kemur krókur móti, kænn er drengrinn viðbragðsfljóti.
7. Leiddist Gesti þetta þóf,þolinmæði brast hann, Pál til sveiflu hátt hann hóf, hann sig læsti fastan, — en aftur á gólfi’ er festi’ hann fætur, fímlega Páll þá dansa lætur.
8. Sniðglímum hann sneiddi Gest,snaraði fram og aftur, aldrei gaf hann frið né frest — förlaðist Gesti kraftur. Páll að velli loks hann lagði leggjar meður snöggu bragði.
9. Úti var hið stinna stríð,stráð var búkum hauður, allt eins og í Úlfars tíð „allur herinn dauður“. En einherjanna eftir vanda upp þeir föllnu þegar standa.
10. Gaman þótti gumnum fyrglímubrögð að þreyta, höldar vóru heilbrigðir, og holt er orku’ að neyta; en núna sveinum blöskrar, bili brækur eða slitni sili.
11. Dansinn sumir iðka enn,— eigi slíkt eg víti — en — enga’ að kunna íþrótt menn, eru þjóðar lýti, — pípur glatt hjá piltum rjúka og pappírs eigum vér fína búka.
12. Á fornri hafa frækni trúfjör að nýtt hún kveiki, yngja upp Grikkir aftur nú ólympíska leiki, — oss er heldur gjarnara’ að gleyma því góða sem hér átti heima. Athugagreinar
1:5 Síra Páll Thomasson, fyrst prestur í Grímsey 1828–1835 og síðast á Knappstöðum í Stíflu (d.1881), orðlagður hörkumaður, föðurbróðir skáldsins.
2:3 Síra Ólafur Pálsson (d. 1848). 2:5 Jón Árnason stúdent á Leirá (d. 1862). 3:1 Síra Geir Bachmann í Miklaholti (d. 1886). 3:5 Ketill bóndi í Kirkjuvogi í Höfnum. |