Andreasdiktur I | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Andreasdiktur I

Fyrsta ljóðlína:Miskunn þín er mildi guð og mátturinn hreinn
bls.292
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) sex- og þríkvætt aaao
Viðm.ártal:≈ 1400–1550

Skýringar

Innrím langsetis er í línum 2 og þrjú
1.
Miskunn þín, hinn mildi guð, og máttrinn hreinn
eigi má þverra, þú ert vor herra, þrennr og einn.
Ljá mínu hjarta lofsmíð bjarta, lærisveinn.
Líknsamr Andreas.
2.
Var hann með guði um æsku aldur orðinn fræddr,
Jóns baptista ljúfra lista læring gæddr,
kvittr af grandi á Gyðingalandi getinn og fæddr
guðs vin, Andreas.
3.
Dýri herra drottinn bauð með dygðum þér
forna báta fiski að láta og fylgja sér.
Jesús þénti er allgott lénti á jörðu hér,
ágætr Andreas.
4.
Gyðingar negldu guðs son upp með grimmd á kross,
dundi af sárum drottni várum dreyra foss.
Sína kæra sveina að læra sendi hann oss
sem var Andreas.
5.
Þessi guðdóms geislinn skær í Grikkland fór,
heiðnum dómi hratt sá blómi hjörtum ór.
Tókst að vinna og trúna að inna, táknin stór,
tiginn Andreas.
6.
Garprinn fann hann gamall og blindr og gekk við staf
heilsu beiddi halurinn meiddi helgum af.
Augun bæði og ágæt klæði aumum gaf
jafnskjótt Andreas.
7.
Gratinus fékk svo grimma sorg og gat sér ei hlíf,
sýktist bæði af sút og mæði sonar hans líf.
Allt var bólgið og blástri sólgið bóndans víf.
Boða til Andreas.
8.
Reisti upp hinn ríka mann og riddarans frú,
kippti af sveini kvölum og meini en kenndi trú.
Glæpum firrði, græddi og skírði gjörvöll þrjú
göfugr Andreas.
9.
Blíður kom þar blómi guðs er borg stóð rík,
ýtar báru í angri fáru ungs manns lík.
Hölda fregndi að hverju gegndi hörmung slík
herra Andreas.
10.
Komu í húsið hundar sjö með hryggðar grein
réðu að bíta, rífa og slíta hinn ríka svein.
Síðan runnu, seggnum unnu sárleg mein,
sjáðu til, Andreas.
11.
Föður og móður fulla hjálp og fögnuð galt,
blóminn hreini bað fyrir sveini og bættist allt.
Lífs kom andi leystr úr grandi í líkið kalt.
Lét það Andreas.
12.
Það finnst skrifað í þessum stað að þrjá tigi manns
tóku að lasta, kistni að kasta og kenning hans.
Sorgir fengu síðan sengu saman í krans.
Sá það Andreas.
13.
Þeir flýðu hann og fóru á skip með fölsin þau,
drykkjar misstu, dauðann gistu, dagana sjau.
Beimar kafna en bússu stafna braut í tvau.
Bjarg þeim Andreas.
14.
Andream sendi Jesús Kristus engil sinn,
öndum sveita, afl skal veita, ástvin minn.
Lýstist öllum, konum og köllum, kraftrinn þinn,
kærligr Andreas.
15.
Ástvin guðs með ýtum kemur í eina vík
þar er við geima þrjá tigu beima þrútin lík.
Drottins mildi veita vildi að vyrði slík
verk þín, Andreas.
16.
Heyrðist síðan háleit rödd af himni niðr,
því vil eg heita að þér skal eg veita það er þú biðr.
Vott svo fríðan reisti upp síðan reglu smiðr,
réttlátr Andreas.
17.
Ásjón hans var engli lík, sem innt er frá,
skæru lyndi, einfalt yndi, aldri brá.
Lækning mjúka lýði sjúka lét hann fá,
líknsamr Andreas.
18.
Allir lofuðu Jesú nafn og Andreas verk,
dýrð er meiri, dró hann þá fleiri úr djöfla kverk.
Þau eru tíðum talin með smíðum, táknin sterk,
kærligt Andreas.
19.
Tvennir bjuggust tuttugu manns og treystu á far,
vildu finna föðurinn svinna og fóru á mar.
Dagarnir hrukku en drengir sukku og drukkna þar.
Dugi þeim Andreas.
20.
Fjóra tögu rak fyrða upp með flæði á land,
guðs vin skæri gekk þar næri, glaður um sand.
Lífgaði alla lýði snjalla ljúfri hand,
líknsamr Andreas.
21.
Hvar mun sett í sögur eður dikta, söng eða skrif
at í fyrri æfi fleirum gæfi fólki líf?
Sá kom engi að eingi fengi allskyns hlíf
af þér Andreas.
22.
Achaiam hélt jarls son ríkur er Egeas hét,
kvölum býtti, kristni sýtti, klökk og grét.
Postulan dýra, Péturs hlýra, pína lét
er prófast Andreas.
23.
Fanginn var hann og færður í bönd og fjötrum strengdr,
sárum píslum svipum og hrísum síðan flengdr.
Sterku bandi kvalinn í klandri á krossinn hengdr,
kæri Andreas.
24.
Kristið fólk við krossinn stóð og kvölina grætr,
leysa vildi lýðurinn mildi ljúfa fætr.
Taki að sönnu hér frá mönnum meistarinn mætr
mig, kvað Andreas.
25.
Ljósið skein um ljúfan kross og logar sem eldr
fyrða sótti felmtr og ótti, fegurðin veldr.
Drottni einum dygðar hreinum, dauðann geldr
dýrlegr Andreas.
26.
Upp var numinn í engla hendur andi þinn,
æ mun gleðja orð og kveðja ástvin sinn.
Um fjöll og geima, fold og heima flýgur og skín
frægð þín, Andreas.
27.
Ugga má ek að bani sé bráður búknum sendr,
tekur þann mála syndug sála sem hún til stendr
dregin frá líki í dauða ríki og djöfla hendr.
Dugi oss Andreas.
28.
Mun það nokkuð lítast ljótt er ljúft er nú,
banna og kífa, blíðkan vífa og breytni sú;
gjöra ei dylja glæpi að hylja en gleyma trú?
Gæt vor, Andreas.
29.
Fjandinn hefur á útferð sinni ærinn grun,
segir til glæpa synd og æpa sálin mun.
Lítt trú eg dvína logandi pína ef brennd er hún.
Leys oss, Andreas.
30.
Heyr mig, sæti herra minn fyrir helgan kross,
tendrast mætti af trú sem ætti tára foss.
Út af hjarta, blómið bjarta, bjarg þú oss,
blessaðr Andreas.
31.
Engla gramur og jóla tungl bað óðar mig,
minn kærasti, Krist unnasti, að kveða um þig.
Þínum bænum, visku vænum, verndi hann sig,
veglegr Andreas.
32.
Skil þú alla skírða menn á skaparans náð
þótt vér brjótum, hraupum og hljótum hjálpar ráð.
Í það ríki er lausnarans líki lifir með dáð.
Bjargi oss Andreas.