Minni Goðafoss | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni Goðafoss

Fyrsta ljóðlína:Kom heill til Íslands hafna
bls.3
Viðm.ártal:≈ 1900–1925
Tímasetning:1915

Skýringar

Framan við kvæðið stendur:
Minni e/s Goðafoss
(Nýtt lag eptir Inga Lárusson.)
1.
Kom heill til Íslands hafna
úr hafi Goðafoss
Á milli sterkra stafna
hver staður geðjast oss;
þar snillings höndin haga
þig hefur fáð og skreytt.
— Um ár og aldur-daga
því Ægir fái ei breytt!
2.
Á leið úr höfnum Hafnar
til heimlands margt þig dró.
Hin föstu fangbrögð Drafnar
þú fékkst að reyna þó;
mörg úthafs-aldan digur
og öflug gegn þér brauzt,
en þú vannst sífellt sigur
og sveikst ei farmanns traust.
3.
En milli heimlands hafna
er hættan meiri þó.
Að stýra fáki stafna
þarf stilling, þrek og ró.
Nú heftir horf að landi,
frá Horni að Rauðanúp,
hinn „forni landsins fjandl“,
og fertugt stikar djúp.

* *
4.
Í skjóli hlýrra hafna
þig hylli landsins börn.
Í vinsæld virztu dafna,
þú vaski hafsins örn!
— Ei dirfsku og dug mun þverra
þín dyggu, traustu hjú.
— Njót lengi heill þíns herra,
til happs er valdir þú!
5.
Um höf og milli hafna
og hvar sem dvöl þín er,
þú eigir ei þinn jafna
í öllu er skipum ber! —
Ei skaði ís eða alda
né eitri mögnuð „dufl“
— um veginn vota og kalda –
þinn væna „sigurkufl!“