Stökur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stökur

Fyrsta ljóðlína:Leið er hál um urð og ál
bls.87
Bragarháttur:Samhent – áttstiklað (áttþættingur, áttmælt, áttmælingur, eldhnakkur)
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1894

Skýringar

Prentað í Sögum og kvæðum.
Aðeins lokavísan er prentuð í Skólaljóðum undir yfirskriftinni „Staka“.
Kvæðið var frumbirt í Sunnanfara, 4. árg. 4. tbl., október 1894.
1.
Leið er hál um urð og ál,
uppi’ er stál, við fætur bál,
dult finnst tál og dýrt finnst prjál,
dygg skal sál og fast skal mál.
2.
Bíddu rótt, sé boðið ótt,
blekktist fljótt, sá gladdist skjótt.
Gráttu hljótt, því þor og þrótt
í þunga nótt hefr margur sótt.
3.
Fár þig styður. Legg þér lið,
lífsins svið á stríð, ei frið;
skop slær niður, hrekkr á hlið,
hatur miðar upp á við.
4.
Brjót til rótar hlýrra hót,
harmabót og gleðimót. –
Oft gaf sjót við sjafnarblót
sögu ljótri væng og fót.
5.
Láttu smátt, en hyggðu hátt,
heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt,
mæltu fátt og hlæðu lágt.


Athugagreinar

Í ljóðasafni Einars er prentað „hlýra hót“ en það er augljós villa. Í Sunnanfara stóð „hlýleg hót“.