Kvæði eftir Sappho | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði eftir Sappho

Fyrsta ljóðlína:Sá gumi líkur guðum er
Höfundur:Saffó (Sappho)
bls.157
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaaBcccB
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1850
Flokkur:Ástarljóð
1.
Sá gumi líkur guðum er,
gullfögur augun þín er sér,
og málið sætt af munni þér
og mildan hlát’rinn nemur;
því hjarta mitt á flótta fer,
felmtrað í brjósti lyftir sér,
þá eg þig lít, og málið mér
af munni varla kemur.
2.
Um hörund leikur loginn tær,
lömuð er í mér tungan mær,
grand ekki sjá mín augun skær,
fyrir eyrum hljómur sýður;
um kroppinn svita köldum slær,
af kvíða-hrolli skinnið rær,
fölna’g sem grasið, fjör og blær
af feigum nösum líður.