Auglýsing fyrir Heiðdalsbúð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Auglýsing fyrir Heiðdalsbúð

Fyrsta ljóðlína:Ef að þín er lundin lúð
bls.87-88
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

„Jón Jónsson Heiðdal, sem síðar nefndi sig Heiðberg, verzlaði á Sauðárkróki frá 1912 til 1917. Jón hafði fjölbreyttan varning á boðstólum, svo sem eftirfarandi kvæðiskorn Ísleifs er til vitnis um:“
1.
Ef að þín er lundin lúð
líttu inn í Heiðdalsbúð,
yngismær og eldra fljóð,
álnavara þar er góð:
sirsin grá, græn og blá
gefa snótum undir fót;
sultutau og silkiklót,
sem er flestra meina bót.
2.
Þá er handa herrunum
heimsins firn af regnkápum,
höfuðföt og hálskllútar,
handsápa og skóreimar;
brjóstsykur bragðgóður,
brennsluspritt — en ekki hitt,
dollas, sykur, tóbak, tvill,
tvinnakefli fleiri mill.