Gunnhildur Hansen, húsfreyja á Sauðárkróki. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gunnhildur Hansen, húsfreyja á Sauðárkróki.

Fyrsta ljóðlína:Féllu fósturmóður fyrr þau orð af munni
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1957
Kveðja,
7. des. 1957.

„Í djásnið þitt greypti eg demanta mína,
sem drottning þú áttir að skína.“

1.
Féllu fósturmóður fyrr þau orð af munni,
þá við kistu kvaddi kjörbarn, heitt er unni.
Hér er svipuð saga sögð með líkum hætti,
hér er listaljúfum lokið æviþæti.
2.
Harmar makinn hryggur, harmar fósturmóðir,
harmur strengi stillir, standa vinir hljóðir.
Harmur hugi seiðir, hér er margs að sakna,
harmur myndir málar, ninningarnar vakna.
3.
Minningar og myndir margra bernskustunda,
þroska ungrar æsku, elskendanna funda.
Minningar um meyju mæta, prúða, dygga,
kyrrlátlega konu, kærleiksríka, trygga.
4.
Þó að vildarvinum veldi aðeins fáa,
vann hún allra virðing, – vermdi húsið smáa.
Húsið, þar sem hafði hennar vagga staðið,
bernskan, æskan, ástin, um sig vígi hlaðið.
5.
Húsið hennar kæra. – Hér var gott að búa.
Allt til hárrar elli að því skyldi hlúa.
Við það voru bundnar vonir fósturmóður,
óskir eiginmannsins, ást og hjartans sjóður.
6.
Nú er hljótt þar heima. Hússins andar þegja.
„Drottning vor er dáin“, daprir virðast segja.
Er þá líkt sem ljósblær loftsins öldur kljúfi,
eða englaraddir ömurleikann rjúfi.
7.
Þessir hlýju hljómar hugga þá er sakna,
láta í ljósi nýju lífsins sögu rakna:
Hefja í hærra veldi horfna barnsins kynning,
gefa fyllra gildi góðrar konu minning.
8.
Svo farðu vel, Gunnhildur. Fylgi þér ró
og friður Guðs eilífu kynna.
Þér hreinleikans göfgi í hjartanu bjó,
þér heimili ljúft var að sinna.
9.
Þú kvödd ert með vinsemd, en kærast af þeim,
er kynntust þér best, og af ástvinum tveim,
sem daglega færðu þér demanta sína.
– – Sem drottning þú æ munt þeim skína.

Með innilegri samúð til fósturmóður,
eiginmanns og annarra ástvina
hinnar látnu.

María Rögnvaldsdóttir.