A 339 - Af teiknum hins síðasta dags og vondum ósiðum veraldar Erasm. Alb. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 339 - Af teiknum hins síðasta dags og vondum ósiðum veraldar Erasm. Alb.

Fyrsta ljóðlína:Guð oss lærdóm sinn ljósan gaf
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Af teiknum hins síðasta dags og vondum ósiðum veraldar
Erasm. Alb.
[Nótur]

1.
Guð oss lærdóm sinn ljósan gaf
að lastvarir þar gjörðunst af.
Heimi sá auður ekki líst,
allir nær um hann hirða síst.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
2.
Góðri kenning ei gegna þeir,
girnd og okur nú miklu meir
úr hófi gengur í hvörjum stað,
hættulaust segja þó sé það.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
3.
Menn brugga hvörn dag brögðin ný,
brjála lögum og rétti því
með flýtum og vélum fýsast ná
fé undir sig sem annar á.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
4.
Hvör mann guðspjalli hælir mest,
hegðun þeirra góð engin sést.
Sannliga draga að Drottni spé,
dirfast þó segja óhætt sé.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
5.
Glæpum og löstum einum öll
er veröldin og skemmdum full.
Eins sem Guð væri ekki neinn
auma hrekur nú hvör og einn.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
6.
Kirkjum taka menn eignir af,
auðlegð rýra það hvörjum gaf.
Hinn auma sveltir hungursnauð,
hrifsað er þeim úr munni brauð.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
7.
Rentan er kirkju áður veitt,
af eignum þeirra ei hefur neitt.
Sínu fé hana svipta þó,
sjá hvað ágirnd sér ekki dró.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
8.
Féflettir eru nú fátækir
frekar en áður heyrðum vér.
Þeirra sveiti og þar með blóð
það ömbunast í vítis glóð.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
9.
Guði nú ekki gegna menn,
grefst eftir metnað veröldin.
Dreiss og sérlæti sækir fram,
svik og lygi ei virðist skamm.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
10.
Heimur umvöndun alla flýr,
eftir Guðs orði sér eigi snýr.
Mennt þykir veröld* merkilig [?]
mat og öli að belgja sig.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
11.
Ofdrykkja stærst er lystalán,
lygi, fals, undirferli, rán.
Það kann og fremur veröld vel,
við óráðvendni eg tama tel.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
12.
Ljúfa sólin ei lengur kann
líta, mjög skelfist ósið þann.
Mikla ljóma sinn missir því
myrkt svo grimmliga heimi í.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
13.
Tunglið og stjörnur mæðast mest,
mynd þeirra oft umbreytilig sést.
Sem gjarnast vildu verða kvitt
við soddan æði skemmiligt.
Teikn er oss það lag
um síðasta dag.
14.
Kom, sæti Jesús sjálfur þú,
svo þreytt er jörð og lúin nú.
Ósköpum veldur ekki þeim,
enda því loksins þennan heim.
Og sælan gef oss að sjá
síðasta dag.