A 336 - Um dómsdag og upprisuna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 336 - Um dómsdag og upprisuna

Fyrsta ljóðlína:Vakna og vel þín gætir
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Neðan við heiti sálmsins stendur:

Sálmar og lofsöngvar


Líklega hefur það átt að vera millifyrirsögn á undan sálminum og vísa til efnis sálmanna sem á eftir koma.Um dómsdag og upprisuna
[Nótur]

1.
Vakna og vel þín gætir,
vakni öll kristnin hér.
Vonsku veraldar hatið,
vakna, áliðið er.
Dvelst eigi Drottins koma,
dagur hvör hefur kvöld.
Hina vondu hann mun dæma.
Hvör má þau standast gjöld?
2.
Ei stoðar eign né auður,
ei dugir sú djarfa lund.
Þá muntu þrotinn og snauður,
þín vitjar dauðans stund.
Ríkur ert, röskur ella,
rjóður og vænn að sjón.
Guð kann þig fljótt að fella
fyrr en þess hyggur von.
3.
Kristna áminni eg alla
sem eru til samans hér.
Stríðlyndi látið falla,
lítið hvört komið er.
Hjá Guði ef langar að lifa
leitið að himnaauð,
sanna vill sælu gefa
og svipta frá allri nauð.
4.
Guðs orð oss virtist veita
vors Drottins miskunn mest.
Vér eigum þeim eftir breyta
að oss tilbúum best.
Af hjarta skulum því hlýða
og halda oss fast þar við.
Ef látum þau frá oss líða
lokið er andar frið.
5.
Óalinn verða vildi,
sem vanrækir nú kenning þá,
missir alla Guðs mildi
í myrkrum gengur sá,
fullur lýta og lasta,
leik virðir Drottins mál.
Eymd fær og ánauð stærsta,
án enda deyr hans sál.
6.
Öreigum aðstoð veitið
sem yður búa hjá
svo að þér miskunn mætið
þeim mikla dómi á.
Sjálfur Guð að sönnu
sérhverjum geldur þá
í ást og trú sem unnu,
ömbun þeir sína fá.
7.
Við aðra mun ýfður mæla
sem eru á vinstri hlið:
„Burt farið, bölvaðir þrælar,
braut í helvíti mið
því eg var þyrstur og nakinn,
þjáður af hungri og sótt.
Þér létuð mig hlaupa hrakinn
óhýstan með lítinn þrótt.“
8.
En þeir munu ansa:
„Ó, Herra, nær sáum þig vér
naumliga í nokkrum vansa,
nauðstaddan í heimi hér.“
Aftur þeim og vill svara:
„Allt hvað þér vilduð þá
vesælinga mína við spara
mig vantar sjálfan á.“
9.
Endiliga að vill skilja
enn geitunum sauðina frá,
greitt segir af guðdóms vilja
geitunum: „Farið mér frá.
Í djöfulsins eldi svíða
en mína sauði eg tek að mér.
Í himiríki endalaust síðan
að eilífu lifa hér.“