A 335 - Af moldu og jörð Guð Adam gjörði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 335 - Af moldu og jörð Guð Adam gjörði

Fyrsta ljóðlína:Adams var fyrst efni af mold
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Af moldu og jörð Guð Adam gjörði
Má syngja sem: Í blæju einni.
Joh. Mathesius

1.
Adams var fyrst efni af mold,
að moldu verður mitt líka hold.
Syndin lífinu svipti af mér,
mín sálar huggun Kristus er.
2.
Sem að ösku einn meistara mann
mætast glerið smíða kann.
Eins líka af leiri og mold
lífgar og nýjar Guð mitt hold.
3.
Fríður líkami fagur og klár,
sá fylgir Guði um aldur og ár
í visku, réttlæti, veg og dýrð
sem verður aldrei sögð né skýrð.
4.
Kristó þökk sé þar fyrir téð
sem það mér veitti sínum dauða með.
Hans ljúfa augsýn lít eg þá
nær líkaminn rís upp gröfinni frá.
5.
Ó, Jesú Kriste, eg kalla á þig,
kom með dýrð og leys snart mig.
Í föðursins ríki fylg þú mér,
forsmáð líki eg sýnist hér.
6.
Í skauti þínu hvíld og hægð
mig hafa lát og alls kyns nægð.
Glaða upprisu gef þú mér
og gjörvallri kristni með þér.
Amen.