A 334 - Markgreifa Albricts vísa og symbolum: Hvað minn Guð vill það verði ætíð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 334 - Markgreifa Albricts vísa og symbolum: Hvað minn Guð vill það verði ætíð

Fyrsta ljóðlína:Verði ætíð hvað vill minn Guð
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Markgreifa Albricts vísa og symbolum: Hvað minn Guð vill það verði ætíð
[Nótur]

1.
Verði ætíð hvað vill minn Guð.
Vilji hans er jafnan hið besta.
Vís er þeim jafnan vernd og stoð
við hann sem sína trú festa.
Hann hjálpar trúr
eymd allri úr
og agar veröld með máta.
Þann á honum traust
hefur efalaust
ei vill né kann forláta.
2.
Herra Guð, traust og heill mín er,
hjálp, von, líf, eilíf sæla.
Hvað sem hann vill það verði mér,
vil eg ei því móti mæla.
Hans mildi klár
mín höfuðhár
hefur öll talið án efa.
Um nótt og dag
minn hugsar hag.
Hjálp nógliga vill mér gefa.
3.
Þar fyrir auma veröld við
vil eg nú fúsliga skilja.
Til míns Drottins í fullan frið
fara eftir hans vilja.
Fel mína önd
í föðursins hönd.
Í framför og síðsta voða
Guð eilífi
mér yfirsté
andskota, synd, víti, dauða.
4.
Því sé dýrð, heiður, þökk og lof
þér, faðir allrar mildi,
hvör oss kærasta son sinn gaf,
synd heimsins sá bæta skyldi.
Á hann þeim hlóð,
ómannlig þjóð,
átt þér slíkt í hjarta festa.
Það hugsa títt
og þakka blítt
þá náð og hans miskunn mesta.