A 332 - Enn einn fagurligur lofsöngur um dauðann og upprisuna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 332 - Enn einn fagurligur lofsöngur um dauðann og upprisuna

Fyrsta ljóðlína:Hver mann af kvinnu kominn hér
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Enn einn fagurligur lofsöngur um dauðann og upprisuna
Má syngja sem: Nú viljum vér hans líkama grafa.
Nicholaus Hermannus

1.
Hver mann af kvinnu kominn hér
kvöl og Guðs reiði á sér ber.
Heims ævi stutt og eymdarlig,
alls kyns mótlæti hlaðin mjög.
2.
Sem fagur blómi fyrst upp vex
fer sem skuggi og hnignar strax.
Afl hans, lífstund og eðli ungt
allt snýst og bregst í einum punkt.
3.
Það eitt er jafnan hérvist hans
hugraun og mæða líkamans
þar til dauðinn hann fellir frá
frjáls við kvöl alla verður þá.
4.
Unga og gamla grípur eins,
gegnir kostum og auði ei neins
frá því að Adam féll og braut
fullt vald yfir oss dauðinn hlaut.
5.
Þá Drottinn Jesúm dirfðist hann
að deyða sem hvörn annan mann,
sá sannhelgur og saklaus var,
sínum rétt fyrirgjörði þar.
6.
Öll dauðans makt er eydd og týnd,
er nú ei nema skaðlaus mynd.
Til efsta dags hann er það eitt,
upp þaðan öngvan fær hann deytt.
7.
Allur dauðinn þá afmáist,
ekkert líki þá eftir sést.
Frá gröf og dauða göngum vér
glaðir til lífsins uppvaktir.
8.
Í soddan mynd og sama hátt
sem Kristus reis með guðdóms mátt
eins munum líf ódauðligt fá
af hans krafti sem öllum má.
9.
Hvað dugðu þá öll dauðans ráð,
dáðlaus varð hann og allra háð.
Frá efsta degi eins aldrei kann
að angra nokkurn kristinn mann.
10.
Hversu ólmur sem er hann nú
öngvu fram kemur grimmdin sú.
Upp frá því Kristus koma vill,
kraft hans brýtur og vopnin ill.
11.
Sá öflugri þá sækir hann,
sigrar af honum allt hans rán.
Hans harði broddur, bogi og spjót
bila að rísa Kristi í mót.
12.
Hjartgróin sé á hvörri tíð
huggun sú öllum kristnum lýð
svo hraustir mætum heljar stund
og hræðunst aldri dauðans fund.
13.
Dauðinn hryggir mest heiðið lið,
huglaust veit sér ei nokkurn frið.
Af upprisu og öðrum heim
engin er von né trú í þeim.
14.
Guðlausum aldrei líkjunst vér
látum harmandi meir en ber.
Ei höfum vér að öllu misst
ástmann vorn þó nú andaðist.
15.
Síðar munum vér sjá vorn vin
sem í Guði er afgenginn
líkan englum hjá lambsins stól
ljómandi eins sem skæra sól.
16.
Öll barnakorn, sem eru skírð
í ríki Krists og engla hirð,
foreldra sína fegin sjá
og fullkomliga þekkja þá.
17.
Öll feðgin munu þá sjá sín börn
sem hér trúðu á Drottin vorn.
Í hefð og dýrð sem heimsins menn
hvörki sáu né þenktu enn.
18.
Ó, Kriste, þig áköllum nú
þá kemur að oss stundin sú.
Veit oss stöðuga von og trú,
við örvilnan oss forða þú.
19.
Við djöful, víti, dauða, synd,
Drottinn, þinnar upprisu mynd,
huggi og lífgi hjörtu vor,
hræðast ei láti þessa för.
20.
Sálar óvini sjálfur vannst,
sanna lausn öllum þínum fannst.
Þú ert vor heill og verndar múr,
vegur lífsins og hirðir trúr.
21.
Sá sitt líf fyrir sauði gaf,
sigraðan dauða máði af.
Þeim Drottni einum deyjum vér,
dauðinn vor ávinningur er.
22.
Tilbúið er oss betra líf,
blessaður Jesús er vor hlíf.
Sá leiðir oss til lífsins vel,
leysir af allri eymd og kvöl.