A 331 - Hymn. Iam moesta Með öðrum orðum útlagður Með líksöngs lag. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 331 - Hymn. Iam moesta Með öðrum orðum útlagður Með líksöngs lag.

Fyrsta ljóðlína:Grátið ei lengur liðinn mann
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Hymn. Iam moesta. Með öðrum orðum útlagður
Með líksöngs lag.

1.
Grátið ei lengur liðinn mann,
lítið heldur á sannleik þann
sem rétt kristinn er uppfarinn
fyrir dauða til lífs kjörinn.
2.
Prýðilig er því gröfin gjörð,
göfugliga lagt hold í jörð.
Því spillir ei þessi dauði,
þar hvílist og sefur sætt í Guði.
3.
Sofnað hold er nú séð og virt,
sálarlaust, þrotið, kalt og stirt.
Þá lítill tími er liðinn
líf og afl fær hvör limurinn.
4.
Ei bíða lengi beinin köld,
brátt vermir þau og hylur hold.
Líf og afl mun þeim Guð gefa,
göfugra en fyrr haft hafa.
5.
Líkami, sem nú liggur og deyr,
litlu síðar með snöggri för
eins og sálin um loftið líður
léttfært og hægt svo hvörgi bíður.
6.
Svo er í akur sæði hvört
sýniliga lagt dautt og þurrt.
Að vori skal þó uppkoma
um jörð með sinn ávöxt og blóma.
7.
Líka svo vér af leir og mold
leggjum niður í jörðu hold,
að það megi þar sætt sofna,
síðar vakna upp og lifna.
8.
Heimili sálar hér til var
hvörja Guðs andi setti þar
guðligt hugvit og hreinsinni,
Herrann Jesús gaf þar inni.
9.
Nú geymi leiðið líkamann
lausnarinn þar til vekur hann.
Þeim mannskepnan er í minni
mynduð eftir líking sinni.
10.
Ó, að komi sú sæla tíð
sem Guð hét öllum sínum lýð.
Mynd, sem nú er moldu hulin,
mun þá skína skært sem sólin.