A 330 - Bænar sálmur að vér mættum á dauðann ætíð minnast. Af þeim XXXIX og XC sálmum útdreginn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 330 - Bænar sálmur að vér mættum á dauðann ætíð minnast. Af þeim XXXIX og XC sálmum útdreginn

Fyrsta ljóðlína:Um dauðann gef þú, Drottinn, mér
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Bænar sálmur að vér mættum á dauðann ætíð minnast. Af þeim XXXIX og XC sálmum útdreginn
[Nótur]

1.
Um dauðann gef þú, Drottinn, mér
eg dagliga hugsa megi
og að mín ævi á enda fer,
eg víst því gleymi eigi.
Upplýs hjarta, Herra minn,*
að hræðast kynni eg dóminn þinn
og óttast á hvörjum degi.
2.
Eins er mín ævi og þverhönd breið
alls kyns hlaðin með sorgum.
Lítilsvert er mitt lífsins skeið
undirlagt eymdum mörgum,
fallvalt og mjög forgengiligt,
fánýtt og þar með hégómligt
eins sem draumur og skuggi.
3.
Vort lífsins blóm er sorg og sút
og svo sem grasið vallar,
líka sem ræða líður út
eður lesnar sögur snjallar.
Sem fuglar fljúgum burtu vér
fljótt eins og þá straumur fer.
Guð menn svo burtu kallar.
4.
Þótt margir menn í heimi hér
hégómliga sig mæði,
til einkis gjöra þeir allt það sér
fyrir auð og ríkdóms gæði
og vita ei hvör það hljóta skal.
Herra, kenn mér mitt dagatal
svo að eg huggun næði.
5.
Ó, Guð, þú ert sú aðstoð best,
á þig minn andi treystir.
Mín er sú bón og þörfin mest
mig frá andskota leysir.
Frels mig frá dauðans dapri pín.
Drottinn, varðveittu sálu mín
og til lífs þú mig uppreisir.

* 1.5 Þessa línu vantaði í texta, en var leiðrétt í lok bókar.