A 329 - Einn lítill lofsöngur að syngja yfir framliðnum ef vill | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 329 - Einn lítill lofsöngur að syngja yfir framliðnum ef vill

Fyrsta ljóðlína:Leggjum vér nú til hvíldar hold
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Einn lítill lofsöngur að syngja yfir framliðnum ef vill

1.
Leggjum vér nú til hvíldar hold,
hans sál bífölum Guði í vald
hvörs náð heims mönnum ókennda
hana varðveitir án enda.
2.
Vel trúum því og vonum fast
vér munum síðar aftur sjást
þá vér upp rísum af jörðu
og til dómsins koma verðum.
3.
Sof nú þar til Guð alla þjóð
uppvekja lætur lúðurshljóð.
Það leynt er á þessum tíma,
þá mun berliga framkoma.
4.
Guð, hjálpa oss svo göngum nú
grandvarliga í réttri trú,
sæla upprisu að vér hljótum
og eilífs lífs með þér njótum.