A 327 - Að syngja yfir greftri framliðinna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 327 - Að syngja yfir greftri framliðinna

Fyrsta ljóðlína:Nú látum oss líkamann grafa
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) ferkvætt: AAbb
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar

Að syngja yfir greftri framliðinna


1.
Nú látum oss líkamann grafa
en öngvan efa á því hafa.
Á efsta degi upprís hann
í dýrð sem aldri bregðast kann.
2.
Holdið er jörð og af jörðu,
að jörð einninn aftur verður.
Það rís af jörðu efalaust
þá upp kemur Guðs lúðurs raust.
3.
Í Guðs ríki öndin lifir,
eilíf miskunn henni hlífir
fyrir Kristum hans kæra son
kvitt við syndir og dauðans von.
4.
Hans mótlæti, hryggð og mæða
hefur nú öll ending góða.
Ok Krists um sína ævi dró,
er nú framliðinn, lifir þó.
5.
Eilífan frið öndin hefur,
allt til dómsdags holdið sefur.
Guð þá af jörðu uppreisir það
ódauðligt, heilt og forklárað.
6.
Lúinn skildist hann við heiminn,
í himnasælu er nú kominn.
Þar lifir hann hjá lambsins stól,
ljómar ætíð sem skæra sól.
7.
Sofi hann nú hér í friði,
heim vér göngum frá þessu leiði.
Sem best jafnan sig siði hvör
svo vitjar dauðinn líka vor.
8.
Þar til hjálp oss, Herra Kriste,
hvör með sínu blóði oss leysti
frá djöfli, pínu, dauða og heim.
Dýrð, heiður, lof sé kóngi þeim.