A 326 - Einn kristilegur bænarsálmur í alls kyns neyð, sorg og mótgangi og svo sóttarsæng fyrir þeim sjúka að syngja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 326 - Einn kristilegur bænarsálmur í alls kyns neyð, sorg og mótgangi og svo sóttarsæng fyrir þeim sjúka að syngja

Fyrsta ljóðlína:Minn sæti Jesús, sanni Guð
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt: aabbcc
Viðm.ártal:≈ 0
Einn kristilegur bænarsálmur í alls kyns neyð, sorg og mótgangi
og svo sóttarsæng fyrir þeim sjúka að syngja
Með það lag: Faðir vor.
D. Justus Jonas

1.
Minn sæti Jesús, sanni Guð,
sjá mig nú hér í efstu neyð.
Eins sem þá fyrr eg getinn var
og í lífi mig móðir bar.
Einn varst þú, Guð minn, öflug hlíf
og alla stund mitt ljós og líf.
2.
Þá mig í fyrstu móðir bar
í mestu hryggð og kvölum var.
Af lífi hennar leystir mig,
líknsami Guð, svo beiði eg þig
nú styðji mig þín hjálparhönd
sem hefur þú gjört á þeirri stund.
3.
Minn Guð ertu frá fyrsta dag.
Fæðing mín var mest eymdarlag.
Þá var eg lagður þér í skaut
þegar eg skírn í fyrstu hlaut.
Þá mjólk veitti mér móðurbrjóst
mig huggaðir og hjá mér stóðst.
4.
Þá alnar hár eg orðinn er
öngva björg kunni veita mér,
uppheldi, vernd og hjálpin mín,
Herra Jesú, var miskunn þín.
Í kvöl minni því kalla eg nú,
Kriste, á þig með hug og trú.
5.
Sem veittir fyrstu fæðing lið,
fullting þitt haldi mér aðra við.
Skírnarfæðing fullenda nú,
fyrir kross og dauða verður sú,
í þeirri fæðing þjást eg hér,
þreyr hold og önd mín eftir þér.