A 325 - Einn huggunarsálmur í sjúkleika og mótgangi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 325 - Einn huggunarsálmur í sjúkleika og mótgangi

Fyrsta ljóðlína:Hjálpa þú mér, Herra Jesú Krist
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccdd
Viðm.ártal:≈ 0
Einn huggunarsálmur í sjúkleika og mótgangi
Má syngja sem: Nú bið eg, Guð, þú náðir mig.

1.
Hjálpa þú mér, Herra Jesú Krist,
heiminn vel við að skilja.
Þegar dauðastund mig þvingar mest
þú munt mig hugga vilja.
Í stríði því svo eg standi vel
strax eg mig fallinn annars tel
ef þín hönd ei hlífir mér
hjálpandi svo af eymdum hér.
2.
Þó fjöldi minna synda sé
svo sem sandur á hafsgrunni
efa skal eg þó aldregi
að þú mér hjálpa kunnir.
Þinn dauða hugsa eg ætíð á.
Með undum þínum lést mig fá
eilífan frið svo öndu mín
ávallt hlífi miskunn þín.
3.
Höfuð mitt ertu, eg limur þinn,
æ gleður mig sá góði.
Af þér mig slíta enginn kann
ógnarlaus er mér því dauði.
Eign þín eg er þó falli frá.
Frelsari minn, þér verð eg hjá,
líka sem þú lofað hefur.
Líf eilíft fær hvör svo sefur.
4.
Hef eg æ þar á vísa von
vitandi þig risinn af dauða.
Af gröf minni eg svo ganga mun,
Guðs veldi kann því ráða.
Endast þá dauðans ógn og kvöl.
Önd mína eg þér í hendur fel.
Dauðann virði eg vorn ábata
sem vist og sælu hjá þér hljóta.