A 323 - Annar hjartnæmur bænar sálmur um góða framför* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 323 - Annar hjartnæmur bænar sálmur um góða framför*

Fyrsta ljóðlína:Þá linnir þessi líkamsvist
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

* Sjá sálminn: 
Einn bænar sálmur

um góða afgöngu af þessum heimi

Paulus Eberus

Annar hjartnæmur bænar sálmur
um góða framför
[Nótur]

1.
Þá linnir þessi líkamsvist
og leiðir þú mig frá heimi
hjástoð veittu mér, Herra Krist,
og hjálp þín aldrei mér gleymi.
Í skilnað mína aumu önd
eg gef og fel í þína hönd
að meðtaki og geymi.
2.
Mig pína jafnan sekt og synd,
samviskunni fast ámæla.
Þær eru fleiri sjóvarsand.
Samt skal eg um hjálp ei víla
því dreyrinn rauði og dauði þinn,
Drottinn Jesús frelsari minn,
er mín lífgjöf og sæla.
3.
Eg er þinn eiginn limur einn,
af því fæ eg huggan góða.
Aldrei slítur mig af þér neinn
í angist og dauðans voða.
En þó eg deyi er með þér,
eilífan fögnuð fannstu mér,
Drottinn, með þínum dauða.
4.
Eins sem af dauða uppreistu
í gröf mun eg ei blífa.
Himnaför þín er huggun trú,
hryggð dauðans kann burt drífa.
Héðan fer eg með fögnuði
fullvís hjá þér, minn lausnari,
ætíð þú lætur mig lifa.
5.
Þegar Helías hafði ent
hlaup sitt með kraftagjörðum
Guð hefur honum hesta sent
hvörjir eldligir urðu.
Og vagn líkan sem loga að sjá
lifandi spámann hófst þar á
upp til himna af jörðu.
6.
Hans hold og önd umgefin var
eldligum loga klárum.
Sú mynd er oss til huggunar.
Eftir lífið vér förum
í himnavist með hold og sál
þá Herrann aftur koma skal
með dýrð og mætti stórum.
7.
Hjá Krist á fjalli Helías var
í heiðri ódauðlegum.
Lærisveinar hann sáu þar
svo eflaust trúa megum
eilíft líf sé í öðrum heim.
Elías lifir í fögnuð þeim.
Þá dýrð vér þiggja eigum.
8.
Fyrir efsta dag er þess von
á jörð Elías komi.
Berliga öllum bjóða mun,
búist við Kristí dómi.
Merkiligi Guðs maður sá
mjög glöggt lét sig nú heyra og sjá.
Skammt mun eftir af heimi.
9.
Karl þann sem orti kvæði það
krenkti mjög heilsan veika
svo hvörgi fékk sig fært úr stað,
fætur hafði ómjúka.
Hann bað stynjandi oft af neyð.
Í hvíld til Helías innleið,
Herra þinn hermann sjúka.