A 322 - Einn bænar sálmur um góða afgöngu af þessum heimi Paulus Eberus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 322 - Einn bænar sálmur um góða afgöngu af þessum heimi Paulus Eberus

Fyrsta ljóðlína:Minn Herra Jesús, maður og Guð
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Einn bænar sálmur
um góða afgöngu af þessum heimi
Paulus Eberus
[Nótur]

1.
Minn Herra Jesús, maður og Guð,
sem mæðu, pínu, spott og deyð
fyrir mig þoldir og krossins kvöl
og kvittaðir mig við eilíft böl.
2.
Fyrir kvöl þína bið eg nú
mér aumum að hjálpir þú
nær dauðans kemur hin stríða stund
stórliga grimm á alla lund.
3.
Nær augun missa alla sjón,
eyrunum kemur heyrnar tjón,
tungan ei lengur mæla má,
mitt hjarta tekur að þrotna þá.
4.
Nær allur máttur minn eyðist svo
enginn maður mér hjálpa má,
ó, Herra Jesú, þín hjávist blíð
huggi mig þá í dauðans tíð.
5.
Leið mig af þessum eymdardal
og styttu mína dauðans kvöl.
Andskotans reiði frels mig frá
fyrir þinn anda og vert mér hjá.
6.
En þegar skiljast líf og önd,
ó, Guð, tak hana þér í hönd.
Hvíld holdi af þér eg þiggja vil
þar til dómsdagur tekur til.
7.
Glaða upprisu gef þú mér,
geym mín þá dagur dómsins er.
Mínar syndir minnstu ei á,
mildur gef mér líf eilíft þá.
8.
Líka sem fyrr mér lofaðir þú
legg eg á orð þín mína trú.
„Sannliga, sannliga,“ segi eg þér,
„sá mín orð heldur og treystir mér.
9.
Ógn dauðans reynir öngva hann,
eilífan dauða ei smakka kann.
Líkamligt, andligt eitt sinn fær,
við andar dauða ei verður var.
10.
Vil eg með voldugri hönd
víst skilja hann við dauðans bönd.
Arf míns ríkis skal eignast sá
ævinliga mér sjálfum hjá.
11.
Og lifa í sælu og sönnum frið.“
Sæmd þá veittu oss, mildi Guð.
Allar syndir oss forlát þú
að þolinmóðir vér bíðum nú.
12.
Með hreinni ást og traustri trú
til þess að kemur stundin sú
og fengum þinna orða gætt
allt þangað til vér sofnum sætt.

Amen.