A 321 - Media vita | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 321 - Media vita

Fyrsta ljóðlína:Mitt í lífi erum vér
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með þessum sálmi hefst sjötti og síðasti partur sálmabókarinnar eins og fram kemur í þessari fyrirsögn á undan honum:


Sá sjötti og síðasti partur

þessarar sálmabókar

        hefur að halda huggunarsálma og bænir

            af dauðanum, upprisunni, efsta degi

                         og því eilífa lífi


Media vita


1.
Mitt í lífi erum vér
umvafðir með dauða.
Hvört leitum vær svo finnum hér
hjálp við þessum voða?
Til þín, Drottinn, alleina,
illgjörða vorra iðrunst nú
er því valda að reiðist þú.
Heilagi Herra Guð,
heilagi styrki Guð,
heilagi líknsami lausnari,
þú ævinligi Guð,
lát oss eigi falla
í þá grimmu dauðans neyð.
Kyrieeleison.
2.
Mitt í dauða að oss slær
ógn af vítiskvölum.
Hvör þeim af oss hrundið fær?
Hjálp þá oss vér fölum.
Það ert þú, Drottinn, alleina.
Mæðir hjartans miskunn þín
mannkyns kvöl og syndapín.
Heilagi Herra Guð,
heilagi styrki Guð,
heilagi líknsami lausnari,
þú ævinligi Guð,
lát oss ei ofbjóða
ógn af vítis grimmri glóð.
Kyrieeleison.
3.
Mitt í vítis mestu ógn
misgjörðir oss reita.
Hvar fáum vér þeim hjálp í gegn?
Hvör kann oss lið að veita?
Það ert þú, Drottinn, alleina,
því blóðið þitt, vor Kristi kær,
kvittað allar syndir fær.
Heilagi Herra Guð,
heilagi styrki Guð,
heilagi líknsami lausnari,
þú ævinligi Guð,
hjálp oss þá heim við skiljum
að halda rétta trúar slóð.
Kyrieeleison.