A 320 - Enn ein þakkargjörð eftir máltíð. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 320 - Enn ein þakkargjörð eftir máltíð.

Fyrsta ljóðlína:Heiðrum vér Guð af hug og sál
Viðm.ártal:≈ 0
Enn ein þakkargjörð eftir máltíð.
[Nótur]

1.
Heiðrum vér Guð af hug og sál,
hans lof og tunga syngja skal
að sína gæsku sýndi ljóst.
Saddi oss vel með drykk og kost,
sá öllu holdi fæðu fær.
Fætt hefur oss nú Drottinn kær,
það allt hans mildi þökkum vær.
2.
Þökkum honum nú þjónar hans,
það er oss öllum skylt til sanns.
Játum að oss elskaði hann,
af náð sinni skapaði mann
með húð og holdi, blóði og bein.
Byggð er vegligust skepna ein
og síðan gefin sálin hrein.
3.
Þá maður líf í fyrstu fær
fæða heilnæm er honum nær.
Í lífi sinnar móður má
maðurinn finna næring þá.
Þó barnkind sú sé ung og aum
ei hefur skort á gáfum þeim
fram til þess hún fæðist í heim.
4.
Guð hefur veröld vel tilreitt,
vanta lætur ei á næring neitt.
Fjöllin og dali frjóvgar hann,
fénaðinn gras ei vanta kann.
Vex úr jörðinni vín og brauð
veitir það hvört ár mildur Guð
og hjálpar svo af hungursnauð.
5.
Fiska veita oss vötn og sjór,
verður af þessu máltíð vor.
Eggin og fugla eignust vér
oss til atvinnu skapað er.
Naut, geitur, svín og sauðafé
sjálfur Guð lætur oss í té
svo að vor næring nóglig sé.
6.
Þökkum honum og þiggjum nú
það hann gefi oss sanna trú,
að hafi slíkt í hjarta rétt,
halda boð hans í vorri stétt.
Svo jafnan öll hans heilög hjörð
heiðri hans blessaða nafn á jörð.
Það skal vor allra þakkargjörð.