A 319 - Annar sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 319 - Annar sálmur

Fyrsta ljóðlína:Þakki þér Guði
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) þrí- og tvíkvætt aBaB
Viðm.ártal:≈ 0
Annar sálmur
Með sama lag.

1.
Þakki þér Guði
því hann er oss góður.
Gæska hans ævinliga
er oss meður.
2.
Af miskunn sýnir sig
ástsaman föður
og skepnur þurftugar
daglega seður.
3.
Syngi þér honum lof
af huga hreinum.
Heiður og eilíf þökk
sé Guði einum.
4.
Þú, vor almáttugi
og mildi faðir,
mjög vel oss börnin þín
mettar og klæðir.
5.
Þig rétt að þekkjum hér,
það virðst oss veita
og þín, vors skapara,
alltíð að leita.
6.
Fyrir Krist, Herra vorn,
son þinn hinn sæta,
sá fyrir þínum stól
vor mál vill bæta.
7.
Á sannan friðarveg
oss öllum víki
að arfar verðum vér
úti í Guðs ríki.
8.
Svo lof hans nafni sé
og heiður framinn
hvör það af hjarta vill
sá syngi amen.