A 318 - Vor Guð og faðir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 318 - Vor Guð og faðir

Fyrsta ljóðlína:Vor Guð og faðir af
Viðm.ártal:≈ 0
Vor Guð og faðir
Með það lag sem: Sæll ertu sem þinn Guð.

1.
Vor Guð og faðir af
ástsemd og mildi
oss föt og fæðu gaf
og allt uppheldi.
2.
Nú syngjum honum lof,
í neyð áköllum.
Náðug hans vernd og gjöf
vís er oss öllum.
3.
Herra Guð skapari
himins og jarðar,
af hug og hjarta sé
þér þakkir gjörðar.
4.
Þín blesssun nærir oss
á öllum tíma.
Önd vora, líf og góss
virðstu að geyma.
5.
Gef oss þá kennimenn
og yfirboða
að sýni veginn þinn,
forði við voða.
6.
Leið oss og vara við
villu og syndum
að hjá þér allir frið
annars heims fyndum.
7.
Í vorum mat og drykk,
vöku og svefni
veit þú oss náð og styrk
um allt vort efni.
8.
Fyrir son þinn Jesúm Krist,
vorn sæta bróður,
sé þér endalaust
lofgjörð, dýrð og heiður.
Amen.