A 317 - Enn þakkargjörð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 317 - Enn þakkargjörð

Fyrsta ljóðlína:Herra Guð, vér viljum þér þakka
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 0
Enn þakkargjörð
Með það lag: Jesús Guðs son eingetinn.

1.
Herra Guð, vér viljum þér þakka
og þig lofa jafnan fyrst.
Oss gafst að eta og drekka
allvel sem er vor lyst.
Þína mildi að merkja
og með oss trúna að styrkja
að vor Guð ert þú víst.
2.
Hafi nú þetta þegið,
þörf framar lystingin
hvar af oss henda megi
hirting og þunglig pín.
Með náð virðstu vor gæta
vegna þíns sonar sæta
að grandlaus sé oss gáfa þín.
3.
Eins viljir ætíð næra
önd vora í heimi hér
svo þig og þinn son kæra
þekkjum og elskum vér.
Þrjóti ei þessa fæðu,
þolum vel alla mæðu
og lifum ætíð með þér.