A 316 - Önnur þakkargjörð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 316 - Önnur þakkargjörð

Fyrsta ljóðlína:Þeim góða Herra þakki þér
Viðm.ártal:≈ 0
Önnur þakkargjörð
Með það lag: Halt oss, Guð, við þitt.

1.
Þeim góða Herra þakki þér,
þess náð og gæska eilíf er.
Í heimi víðum miskunn mild
mettar það allt sem hefur hold.
2.
Síns fóðurs fénu öllu ann
og ungum hrafna sem biðja hann.
Hests orka líkar ekki nein.
Ei þokkast honum mannlig bein.
3.
Þeir Guð hræðast af hreinni ást,
honum líkuðu jafnan skást
og hvörjir vona hér til hans,
hvörgi nema á góðgirni hans.
4.
Sá náðugi og góði Guð
gefur oss þurftugum skepnum brauð.
Himnaföður af hug og trú
hátt lof og þakkir því syngjum nú.
5.
Föðurs hönd máttug mildigjörn
mettar og klæðir öll sín börn,
aumum veitir þá ástar dáð
af einni saman sinni náð.
6.
Gef oss, faðir, þig þekkjum rétt,
þjónum með trú í hvörri stétt
fyrir Jesúm, þinn sætan son,
sem kvittar oss með sinni bón.