A 314 - Þig, faðir, börn þín beiða | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 314 - Þig, faðir, börn þín beiða

Fyrsta ljóðlína:Þig, faðir, börn þín beiða,
Viðm.ártal:≈ 0
Þig, faðir, börn þín beiða
Með það lag sem: Jesús, Guðs son.

1.
Þig, faðir, börn þín beiða,
blessaður Herra Guð,
vorri sorg vildir eyða.
Veit oss vort dagligt brauð,
lána oss lífs að njóta,
sem léstu oss fyrri hljóta,
allt þar til vér erfum það.
2.
Sign oss með þínu orði
og hvað þú hefur oss veitt
hvört sinn heilnæmt verði,
hér með vorn styrki mátt
að iðka þjónustu þína
og kærleiksverk að sýna
við sérhvörn kristinn mann.
3.
Auðsýn oss elsku skæra
og allra styrkt þú ráð,
hungruðum hjálp að færa.
Heilög það verkar náð
að vér mættum þig lofa.
Oss gef þú náð að ofan
og þitt jafnan að þakka lán.