A 311 - Verk Guðs á sjötta degi Plasmator hominis Deus. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 311 - Verk Guðs á sjötta degi Plasmator hominis Deus.

Fyrsta ljóðlína:Mannsins skapari, Drottinn dýr,
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Verk Guðs á sjötta degi
Plasmator hominis Deus.

1.
Mannsins skapari, Drottinn dýr,
dásamliga einn allt til býr.
Fold bauðst, framfærði ýmislig
ferfætt dýr og þau auki sig.
2.
Ótal gripum þitt guðligt orð
gaf líf, eðli og vöxt á jörð,
hlýðin að þjóni hvört sem eitt,
hefur manni til eignar veitt.
3.
Frá börnum þínum burtu snú
blekking holdsins og rangri* trú
og illverkum, sem aukast við,
óvinar flærð, og ljótum sið.
4.
Gef þú oss þinnar gæsku náð,
gleði, blessan og heilög ráð.
Hindra og leys stríð, heift og þrátt,
halt oss við kærleik, tryggð og sátt.
5.
Guð faðir og hans sæti son
[og sannleiksandinn þessa bón
heyri og veiti af ást og náð,
endalaus hefur ríkis ráð].

* Leiðrétt eftir 1619, "réttri" er meinleg prentvilla í 1589.