A 310 - Guðs verk á fimmta degi - Magne Deus. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 310 - Guðs verk á fimmta degi - Magne Deus.

Fyrsta ljóðlína:Voldugi Guð af vötnum mynd
Viðm.ártal:≈ 0
Guðs verk á fimmta degi
Magne Deus.

1.
Voldugi Guð af vötnum mynd
veitt hefur margvísligri kind.
Sumum var vist í sjónum gjörð,
sumar hafa um loftið ferð.
2.
Flest kyn hefur í sjónum sund,
svo flýgur margt um loft og vind.
Að ætt þá hvör upp kominn er,
í ýmsa staði skipti sér.
3.
Drottinn, gef allri þinni þjóð,
sem þvegin er fyrir þitt blóð,
að falli ei í syndasekt,
syrgi ei komu dauðans frekt.
4.
Enginn af drambi upphefjist,
öngvan nauðbeygi vílið verst
svo glæpist ekki hugur hár,
hrelldur fái ei dauðans sár.
5.
Guð faðir og hans einka son
af náð veiti oss þessa bón
og helgur andi huggarinn,
hæst guðdómsvera ein og þrenn.