A 308 - Guðs verk á þriðja degi Telluris ingens. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 308 - Guðs verk á þriðja degi Telluris ingens.

Fyrsta ljóðlína:Herra Guð skapað hefur jörð
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Guðs verk á þriðja degi
Telluris ingens.

1.
Herra Guð skapað hefur jörð,
heil var, föst, þurr og berlig gjörð,
áföll vatna afskilin lést,
óbifanliga sett og fest.
2.
Svo frjóvgun grös og alls kyns tré
af sér nógliga frambæri
með hvörs kyns ávöxt hlaðinn er,
holla fæðu veiti af sér.
3.
Samvisku, hryggð og hjartans sár
hreinsi þín náð og miskunn klár.
Iðranar harmur eyði frekt
illri hugsun og margri sekt.
4.
Hlýðinn sé þínum boðum best,
brot og ranglæti varist mest,
fyllist af gæsku, frið og dyggð
finnandi öngva dauðans styggð.
5.
Guð faðir og hans sæti son
og sannleiksandinn þessa bón
heyri og veiti af ást og náð,
endalaus hefur ríkis ráð.