A 307 - Guðs verk á öðrum degi - Immense coeli condi. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 307 - Guðs verk á öðrum degi - Immense coeli condi.

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Guðs verk á öðrum degi
Immense coeli condi.

1.
Himnaskaparinn, Herra dýr,
höfuðskepnum staðfestu býr,
vatnaskilnað svo verða lést,
vítt ofar hefur himin fest.
2.
Himnahæð setur samastað.
Söfnuð heimsvatna skildir að,
svo vötnin tempri ætíð eld,
ei kunni skaða þurra fold.
3.
Í vor hjörtu innhelltu nú
heilagri náð og sannri trú,
svo verði oss ei villa forn,
vekjandi nýjan óstyrk vorn.
4.
Heilög trú finni lífsins ljós,
ljómi sá hreinn uppbirti oss.
Við hræðslu ranga hún sé kvitt,
hrösun engin svo saurgi hitt.
5.
Guð faðir og hans sæti son
og sannleiksandinn þessa bón
heyri og veiti af ást og náð,
endalaus hefur ríkis ráð.