A 305 - Ein gömul kristileg dagvísa eftir dönskunni útlögð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 305 - Ein gömul kristileg dagvísa eftir dönskunni útlögð

Fyrsta ljóðlína:Þann signaða dag vér sjáum nú einn
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBaB
Viðm.ártal:≈ 0
Ein gömul kristileg dagvísa eftir dönskunni útlögð
[Nótur]

1.
Þann signaða dag vér sjáum nú einn
og sólargeislann fríða.
Guð lýsi oss öllum alltíð hreinn
svo að aukist gleði og blíða.
Drottinn láti í dag ei neinn
detta í skömm, löst né kvíða.
2.
Þann signaða dag, þá signuðu tíð,
sem fæddist vor Herrann mæti,
kom ofan það ljós og leiftran fríð
sem ljómar um veraldar stræti.
Þessi hin fagra birtan blíð
er braut í eilíft sæti.
3.
Guð faðir og son og heilagur andi
með engla flokki sínum
oss geymi í dag frá döpru grandi,
djöfulsins neti og pínum
fyrir hans öfundar illskublandi,
vora önd og líf frá meinum.
4.
Kvöl vors Herra og krossins pín,
sem keypti oss úr dauða,
set eg í dag millum djöfla og mín
hans dreyrafossinn rauða.
Það bjarta á mér blóðið hrín
sem bótin er minna nauða.
5.
Þó grös og lauf sem grænu tré,
grjót og sandar allir
mæla kynni, ef mætti ske,
með englanna röddu snjallir
lofið nóg aldri láta í té
um lausnara vorn með spjalli.
6.
Dagur svo langur aldrei er
að ei með kvöldið lendi.
Dauðinn lífið dregur með sér
dapur í burt úr hendi.
Vér skulum út en gröfin er gjör,
þar gefst eigi annar endi.
7.
Guð gefi það svo þjónum vér
í þessari veröld inni
að Guðs son með trúnni taki hvör
svo traustliga miskunn finni.
Þá heimurinn frá oss hallar hér
hjálp vor aldrei linni.
8.
Þá eð förum vér í vort föðurland
og úr fárinu skulum venda
gef eg mína sálu Guði í hand
í gleði himiríkis senda.
Guð faðir, Guðs son, Guð heilagi andi
gefi oss góðan enda.
Amen.