A 302 - Enn einn lofsöngur á morgna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 302 - Enn einn lofsöngur á morgna

Fyrsta ljóðlína:Bjartur dagur nú byrjar hér
Viðm.ártal:≈ 0
Enn einn lofsöngur á morgna
Með lag: Christe qui lux.

1.
Bjartur dagur nú byrjar hér.
Bræður, þakklátir verum vér.
Mildum Guði hvörs miskunn stór
mjög vel þessa nótt gætti vor.
2.
Lofum og dýrkum allir nú
einn Guð með munni, hug og trú
að virðist með voldugri hönd
vernda í dag vort líf og önd.
3.
Ó, Guð vor faðir eilífi,
sem af þinni miskunnsemi
með hjástoð, kraft og helgum mátt
hefur oss geymt um þessa nátt.
4.
Svo hlíf oss í dag, Herra minn,
hjálpa oss fyrir soninn þinn.
Lát ei svíkja oss Satans tál
sem sækir eftir vorri sál.
5.
Veittu oss, Drottinn, vernd og hlíf,
varðhald sért oss á hvörri tíð,
kóngur, skjól, stjórn og sterka vörn,
styð og leið oss þín aumu börn.
6.
Ó, Guð, þér gefum oss í fórn
að þú verk, mál og huga vorn
í lærdóm þínum leiðir hér
lifnaður vor svo þóknist þér.
7.
Meðtak þá fórn og morgunbón,
mildi faðir, fyrir þinn son
að vér svo þiggjum þína gjöf.
Þér syngjum þakkir, dýrð og lof.