A 301 - Enn einn morgunsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 301 - Enn einn morgunsöngur

Fyrsta ljóðlína:Standið upp Kristí börnin blíð
Viðm.ártal:≈ 0
Enn einn morgunsöngur
Með það lag: Kriste, þú klári dagur ert.

1.
Standið upp Kristí börnin blíð,
birtir sig morgunstjarna fríð.
Listiligasta ljós hún er,
ljóma um allan heiminn ber.
2.
Klár morgunstjarna, kom þú sæl,
Krist, vorn Herra, oss boða skal.
Græðari vor er Guðs son kær,
gjarnan þig af því lofum vær.
3.
Af þeirri stjörnu þér, mín börn,
þekkið Krist Jesúm, Herra vorn.
Mildasti er það Maríu son,
með sínu orði gefur oss sjón.
4.
Morgunstjarna, Guðs orð þú ert,
aldrei viljum oss horfin sért,
Ætíð vertu vort andar ljós
elligar fanga myrkurin oss.
5.
Með ljóma þínum lýs oss hér
lausnara vorn svo þekkjum vér.
Minnka þú í oss myrkravöld
svo megi elskan ei verða köld.
6.
Velkominn sért þú, dagur dýr,
dimm nótt fyrir þér burtu flýr.
Hreinn ljómi oss í hjartað inn
himneski jafnan geisli þinn.
7.
Á þig vér trúum, Jesú Krist,
með blóði þínu hefur oss leyst.
Til heimsins enda oss sért hjá,
arf himnaríkis lát oss fá.
8.
Jesú, þú ert vor sanna sól,
þeim þér trúir ert eilíft skjól.
Arfa lést sælu eilífðar
allri kristni sem búin var.
9.
Hæst lof og þökk af hug og raust
hér stundligt síðar endalaust.
Fyrir náð, miskunn og fulltingi
föður, syni og anda sé.
Amen.