A 300 - Te lucis ante terminum ad completorium. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 300 - Te lucis ante terminum ad completorium.

Fyrsta ljóðlína:Áður dagurinn endast skær
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Te lucis ante terminum ad completorium.

1.
Áður dagurinn endast skær
allsvaldanda Guð biðjum vær.
Náð þín, hvör best oss frelsað fær,
fylgjandi oss sé jafnan nær.
2.
Svefnórum að burt sviptir nú,
sjónar ógnum oss forða þú.
Flærð óvinar svo frá oss snú,
flekki ei holdið blekking sú.
3.
Voldugi faðir, fullgjör það
fyrir þíns sonar Jesú náð.
Með helgum anda á himni og láð
hafandi með þér eilíft ráð.